Sameinum forsetaembættið embætti forsætisráðherra. Köllum nýtt embætti forseta. Það verður alvöru forseti sem fer með framkvæmdavaldið. Hann getur lagt fyrir þingið lög og synjað lögum frá þinginu með vissum skilyrðum. Lítil þjóð í stóru landi þarf að haga málum sínum vel. Þetta snýst ekki um sparnað heldur að þjóðin geti kosið sér "forstjóra", en ekki að stjórnmálaflokkar ráði "í reykfylltum bakherbergjum" stjórana úr sínum hópi. Það býður upp á klíkuskap og músarholu sjónarmið óháð hagsmunum og vilja þjóðarinnar sem að hluta er háð stjórnmálaflokkum sem vinnustöðum og samstarfinu þar. Forsetinn/forstjórinn valinn af þjóðinni ræður sér meðráðherra/framkvæmdastjóra óháð því hvort viðkomandi eru þingmenn. Úrvalið úr stærri hópi er meira. Stjórnkerfið verður með þessu straumlínulagað. Stefnuskrá forsetaframbjóðandans sem nær kjöri hlýtur að vera nokkuð skýr og hann hefur umboð til að vinna að sínum stefnumálum þegar hann hefur verið kjörinn. Getur ekki borið við málamiðlun í samsteypustjórn, en það er auðvelt að slá af stefnuskránni með það að yfirskyni. Það er skýrt hvar ábyrgðin liggur ef einn forseti er kosinn til að gegna framkvæmdavaldinu. Þingið temprar hann, því hann starfar eftir lögum o.fl. Með þessu verður stjórnkerfið skilvirkara, skýrara og innbyrðis rökræða verður líklegri.
Frambjóðandi til Stjórnlagaþings nr. 7473
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Athugasemdir
Það er virkilega athugandi að breyta stjórnkerfinu þannig að löggjafarvald og framkvæmdavald verði betur aðskilið þannig að forseti verði líka forsætisráðherra og skipi annað fólk en þá sem sitja á Alþingi í ríkisstjórn.
Jón Magnússon, 10.11.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.