Stjórnarfar landa - Hvað hentar Íslandi best?

Það eru fleiri lönd sem hafa forsetaræði en þau sem hafa þingræði.  Sjá yfirlit hér

Þar sem er forsetaræði er forsetinn höfuð framkvæmdavaldsins, sjálfstæður gagnvart löggjafarvaldinu

Þar sem er þingræði er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og líka leiðtogi löggjafarvaldsins. Í þessum löndum er gjarnan líka forseti sem hefur táknrænt hlutverk sem þjóðhöfðingi.

Hjá okkur hefur þingræðið því miður hefur ekki komið vel út.  Stjórnarfarið hefur verð afar slappt svo sem sést á því sem drifið hefur á daga okkar litla unga lýðveldis:

1. Áratugi tók að kveða niður óðaverðbólgu, sem er samt einfalt mál ef hægt er að taka af skarið þegar það á við.

2. Helmingaskipta stjórnir, með mikilli spillingu, hafa viðgengist lengst af.  Það kemst síður að þar sem valdþættirnir eru aðskildir.

3. Þegar loks voru tekin skref inn í samkeppnisumhverfi með EES, láðist að ganga vel frá hnútunum varðandi umgjörð og eftirlit, þannig að upp kom fákeppni á ýmsum sviðum og klíkuviðskipti.

Viðskiptahringar eignuðust stóran hluta fjölmiðlanna og gagnrýni skorti á það sem var í gangi.

Bankakerfi þandist út yfir það sem hæfði landinu, án nægilega sterks eftirlits og stjórnsýslu, sem gekk það langt að það setti landið á hausinn. 

 

Þingræðis fyrirkomulagið hentar okkur sem sagt alls ekki vel. 

Forsetaræði er skarpara stjórnarfara.  Aðskilnaður valdsþátta leiðir til opinna skoðanaskipta og umræðu á jafnréttisgrunni valdþáttanna.  Klíkuskapur verður erfiðari. 

Það er kominn tími til að taka til og koma á klárri þrískiptingu valda með landskjörinn forseti í brúnn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband