Margir telja að gera þurfi grundvallarbreytingar á stjórnarfarinu (#7473)

Undanfarna daga hef ég kynnt mig sem frambjóðanda á stjórnlagaþing #7473 og gert grein fyrir því stefnumáli mínu að við skiljum framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu að Amerískri, Franskri, Finnskri o.fl. landa fyrirmynd.

Mjög margir, ég held meiri hlutinn af þeim sem tekur afstöðu, telur þörf á grundvallar breytingum og finnst áhugavert að þessi leið sé skoðuð.  Þetta hefur gert kynningarstarfið ánægjulegt og aukið tiltrú mína á samlöndunum.  

Það eru svo augljósir gallar á stjórnarfarinu.  Það sést í glímu okkar unga lýðveldis frá stofnun þess.  Það nægir að nefna glímu við verðbólgu, og svo við afleiðingar hrunsins.  Hægagangur og ómarkviss vinnubrögð.  Við þurfum skarpara stjórnarfar.  Forseti sem er höfuð framkvæmdavaldsins, tilnefnir ráðherra og leiðir ríkisstjórn, kostinn af > 50% íbúanna hefur skýrt umboð til framkvæmda.

Það ber að velja frambjóðendur eftir því hvaða afstöðu þeir hafa til aðal verkefnisins við endurskoðun stjórnarskránnar, sem er að marka stjórnarfar fyrir Ísland framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband