7.12.2010 | 18:15
Wikileaks - Hvenær má stela og uppljóstra upplýsingum?
Er réttlætanlegt að styðja þjófnað á leynilegum upplýsingum og miðlun Wikileaks á þeim til annarra? Er það eitthvað sem almenningur á Íslandi og stjórnvöld okkar eiga að gera? Það finnst mér fráleitt.
Hér er um að ræða þjófnað viðkvæmra upplýsinga frá nálægri vinaþjóð, með lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Þeim stjórnvöldum er treystandi til að meta hvað á að fara leynt. Það að halda upplýsingum leyndum er mjög eðlilegt í mörgum tilvikum. Það viðgengst t.d. í öllum fjölskyldum. Ef allt er í lagi í samskiptunum er sannleikanum miðlað af tillitssemi við þann sem vitað er að myndi e.t.v. taka þær nærri sér. Sama á við um samskipti þjóða. Það hvaða upplýsingar eru opinberar ræðst af hagsmunum og tillitssemi eftir atvikum. Það er alveg eðlilegt.
Það er fráleitt að virða að vettugi eignarrétt annarra, hvort sem er á upplýsingum eða öðru. Það að styðja opin skoðanaskipti og minni leyndarhyggju á ekki að fá útrás í þjófnaði upplýsinga frá löglega kjörnum stjórnvöldum nágranna vinaríkja. Við sem viljum vinna að opnara og réttlátara þjóðfélagi verðum að gera það innan ramma laganna.
Nú er auðvitað sitt hvað sem læra má af þeim upplýsingum sem fram hafa komið en sama, það þarf að vera innan laganna og virða hagsmuni og sjónarmið eigenda upplýsinganna. Það kæmi sér stundum vel að gert keyrt á 150 km hraða, en það bara má ekki nema í neyð og þá með hvítu flaggi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú hafa ýmsar virðulegar erlendar fréttastofur verið að birta úrdrætti úr þessum lekaskjölum. Ýmsar þær upplýsingar hafa komið sumum illa. Er það réttlætanlegt?
Svavar Bjarnason, 7.12.2010 kl. 20:11
Það er skiljanlegt að féttastofur birti upplýsingar sem liggja á lausu, en þeir sem gera það eru auðvitað þjófsnautar. En útgangspunktur margra virðist vera að það sé allt í lagi að stela upplýsingum og birta þær af því þetta eru Bandraríkin. Skrítið. Bandaríkin eru stæsta lýðræðisríki veraldar og þaðan kemur margt gott sem skipt hefur okkur öll miklu máli.
Guðjón Sigurbjartsson, 8.12.2010 kl. 17:44
Wikileaks er ekki í einhverri sérstakri herferð gegn Bandaríkjunum. Aðstandendur vefsins hafa margsagt að þeir séu tilbúnir að birta upplýsingar hvaðanæva frá. Til dæmis var birt lánabók Kaupþings. Ekki hafði það neitt með Bandaríkin að gera.
Svavar Bjarnason, 8.12.2010 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.