Sjallar taki við af VG

Halló!   Nú er nóg komið af VG.   Þeir þvælast fyrir í atvinnumálum og vilja þjóðnýta orkufyrirtæki, þó það eigi engar auðlindir koma óorði á landið sem óstöðugt bananalýðveldi o.fl. 

xD verður að leysa þá af við landsstjórnina.   Jóhanna og Samfylkingin er til í að dansa ef Sjallar  leyfa ESB umsóknarferlinu að ganga fyrir sig, lofa að styðja að Stjórnlagaþing verði haldið og geta þá haft jákvæð áhrif á það og samþykkja nýja IceSave samninginn.   

Allt eru þetta mál sem verða hvort eð er að ganga fyrir sig.  ESB málið verður útkláð í þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnarskrárdrög þurfa að koma fyrir þingið aftur og að sjálfsögðu þarf að samþykkja nýja IceSave samninginn. 

Sjálfstæðisflokkurinn verður að vera ábyrgur og raunsær í núverandi stöðu.  Hann átti hlut að máli að koma okkur í erfiða stöðu og nú þarf hann að sýna iðrun og ábyrgð.

Það er grafalvarlegt fyrir okkur fólkið ef endalaust er þvælst fyrir í atvinnumálum, óorði komið á landið vegna óstöðugs stjórnmálaástands.  Ábyrgir stjórnmálamenn eiga að hætta að karpa um það sem þýðir ekki að karpa um og taka af skarið fram á við.

Því legg ég til að Sjálfstæðismenn ræði við Samfylkingu og stilli saman strengi og það sem fyrst.

Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband