ESB, Icesave og stjórnmálaskoðanir

Afstaðan til ESB, IceSave, Stjórnlagaþings og landbúnaðarstyrkja er í eðli sínu ekki flokkspólitísk. 

Þjóðir Evrópu eru mismunandi langt til hægri og vinstri en eru samt allar nánast í ESB. 

Það hvort breyta á stjórnarskránni með stjórnlagaþingi eða láta alþingismenn um það er spurning um praktíska aðferðafræði og afstöðu til spurningarinnar "Alþingi hefur lítið breytt stjórnarskránni þrátt fyrir brýna þörf allt frá lýðveldisstofnun.  Er líklegt að alþingismenn nái saman um róttæka breytingu á stjórnarskránni ef hennar er talin þörf?" 

Styrkir til landbúnaðar sem hafa verið studdir af xD eru ef eitthvað heldur vinstri sinnað fyrirbæri, en hjá okkur er ástæða víðtækra styrkja til landbúnaðar meira vegna misvægis atkvæða milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis sem og almennt sterkrar þjóðernistilfinningar eyjaskeggjans.

Það sem í grunninn á að ráða stuðningi við tiltekinn stjórnmálaflokk, og þannig eiga stjórnmálaöfl að skilgreina sig fyrst og fremst, er afstaða til grunnskipulags þjóðfélagsins, séreign eða sameign, samkeppnisrekstur eða opinber áætlunarbúskapur oþh.  Auðvitað koma fleiri mál til svo sem afstaða til náttúruverndar, trygginga, kvenrettinda (áður fyrr nú allir sammála um sumt af þessu) o.fl.

Foringjar stjórnmálaflokkanna eiga ekki að ætlast til þess að flokksmenn styðji öll mál og gera það reyndar ekki, en sumir virðast ætlast til þess af þeim. Þá myndu stjórnmálin verða auðveldari viðfangs.

Ef okkur auðnast að breyta stjórnskipulaginu/stjórnarfari landsins yfir í forsetaræði, eins og er í USA, Frakklandi og reyndar fleiri þjóðlöndum en það úrelta þingræði sem hér er, sem aðallega er í norður Evrópu, þá myndu ofangreind álitamál vera afgreidd eitt af öðru nokkuð óháð flokkum.  Forseti sem byði sig fram og sína stefnu og fær stuðning við t.d. andstöðu við ESB, hann leiðir ekki inngöngu í ESB og s. frv.  Þingmenn sem ekki þurfa að takast á við framkvæmdastjórnina (framkvæmdavaldið þ.e. forseti/forsætisráðherra kosinn beint) geta í meira mæli tekið afstöðu til mála óháð flokksræði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband