Ábending til hagræðingarhóps ráðherranefndar um ríkisfjármál.


Kæri Ásmundur Einar og Vigdís og aðrir í hagræðingarhópnum!

Hér eru nokkrar ábendingar sem ég vona að þið skoðið með opnum huga 

1. Opna á innflutning matvæla án tolla, vörugjalda og annarra hindrana.
Ekki veitir af þegar 48% heimila eru í vandræðum með sín fjármál.
Lækka styrki til landbúnaðar síðar þegar landbúaðurinn hefur náð jafnvægi.

2. Ljúka aðildarviðræðum við ESB. Nýta IPA styrkina og fá fram kosti og ókosti við aðild í leiðinni. Allir græða.

3. Taka upp Evru í stað króunu með sérsamningum við Evrópusambandið.
Þetta mun lækka fjármagnskostnað heimila, fyrirtækja og ríksisins verulega. Einnig mun þetta auka fjárfestingar útlendinga í atvinnurekstri í landinu okkar. Alþjóðlegu fyrirtækin okkar s.s. Össur og Marel, munu frekar haldast í landinu.

4. Stytta nám til stúdentsprófs um 2 ár til samræmis því sem gerist í nágrannalöndunum. 

5. Sameina háskóla niður í ca. 3-4.

6. Spítalar og heilsugæsla.
Auka einkarekina starfsemi sem afla eigin tekna.
Gera þeim fjáðu mögulegt að kaupa sig fram fyrir í biðröðinni, þ.e. greiða beint fyrir sínar aðgerðir og fá í staðinn flýtimeðferð. Þetta getur ef rétt er á málum haldið, létt á kostnaði skattgreiðenda við heilbrigðiskerfið og stuðlað að betri þjónustu við alla.

7. Styðja að tilkomu sérhæfðra einkarekinna sjúkrahúsa sem beini þjónustu að alþjóðlegum markaði. 

8. Fella niður 15% toll á fatnaði og 10% tollinn sem er á ýmsum textil vörum svo sem handklæðum, húfum o.fl. Með þessu flyst talsverð verslun aftur inn í landið og það sem tapast í tollatekjum ávinnst i vsk. Þetta lækkar útgjöld heimilanna.

9. Hækka veiðileyfagjöld á sjávarútveginn nokkuð. 

10. Selja hluta af Landsvirkjun.

11. Selja meginhluta af eign ríkisins í bönkunum.

12. Liðka til fyrir fjárfestingum útlendinga í Íslensku atvinnulífi þ.e. breyta þeirri stefnu sem Ögumundur rak.

13. Hvíla okkur á jarðgöngum í bili.

14. Selja RÚV. Ekki vegna fréttastefnu stöðvarinnar, heldur er það óþarfi að ríki á hausnum haldi úti frétta og afþeyingartæki. Það eru margir til í það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband