Laun lækna geta hækkað verulega

Læknar fara fram á 30% til 40% hækkun grunnlauna, að hluta til að ná upp því sem þeir hafa dregist aftur undanfarin ár.  Ef þeir fá slíkar hækkanir og aðrar stéttir svo í framhaldinu, mun verðbólga því miður éta þær nær allar upp. 

Læknar geta auðveldlega sótt betur launaða vinnu erlendis.  Einungis um 20% læknanema í framhaldsnámi erlendis vilja koma heim til vinnu að námi loknu.  Fjöldi íslenskra lækna starfar erlendis.  Undirmönnun spítalanna eykur vinnuálag.  Heilbrigðiskerfið er í stórhættu.  Við þessu verður að bregðast.

Því miður getur landið okkar enn ekki boðið jafn góð kjör og þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að þjóðarframleiðsla á mann er ekki næglega há.    Sama hvað laun hækka mikið að krónutölu, raunlaun hækka ekki meira en hagkerfið skapar.

GNP pr. capitaÁrið 2013 vorum við í 21. sæti á lista Alþjóðabankans yfir þjóðarframleiðslu á mann (E: GDP pr. Capita) með um 5,6 m.kr. á mann á ári.  Hæst eru Mónakó, Liechtenstein og Luxembourg með frá 20,2 m.kr. til 13,7 m.kr.   Svo kemur Noregur er með 12,5 m.kr., rúmlega tvöfalt á við okkur!  Danmörk og Svíþjóð eru með um 7,3 m.kr., um 50% hærra en við. 

BNA er með 6,5 m.kr. og Þýskaland með 5,6 m.kr., sem er reyndar svipað og við.  Þetta hins vegar nægir Þýskalandi með 80 milljón íbúa vel staðsett á meginlandi Evrópu, efnahagur landsins er traustur og lífskjör góð.

Litla Ísland er hins vegar óhagkvæmari eining, við fámenn á stórri eyju í Norður-Atlantshafi.  Til að vega það upp þurfum við að hafa 20 til 30% hærri þjóðarframleiðslu á mann en þær þjóðir sem við berum okkur saman við.  Til að ná dönum og svíum þurfum við þannig 50% + 30% = 80% meiri þjóðarframleiðslu á mann á ári og allt að 100% til að ná norðmönnum.

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld sem starfræktur var í framhaldi af útkomu McKinsey skýrslunnar taldi raunhæft að stefna á 2,6% hagvöxt á mann á ári næstu árin.  Til þess að það næðist þyrfti að taka á ýmsum vandamálum í hagkerfinu svo sem 20% minni framleiðni vinnuafls en í nágrannaríkjunum, 8% minni fjárfestingum í atvinnulífinu, bæta menntakerfið o.fl. 

Ljóst er að læknar og aðrir geta ekki beðið mörg ár eftir stóraukinni þjóðarfamleiðslu. Það þarf að hækka laun þeirra strax eins mikið og hægt er án þess að almenn sátt um að þeir fái meiri hækkanir en aðrar stéttir bresti.  Því eru takmörk sett hversu mikið laun þeirra geta hækkað miðað við þetta. 

Það sem á vantar þarf að koma á lengri tíma með grunndvallar breytingum sem geta leitt til aukinnar hagsældar samanber hugmyndir Samráðsvettangsins og fleiri.  Læknar og aðrir launamenn þurfa að krefjast aðgerða sem auka það sem til skiptanna er og sem lækka útgjöld heimilanna:  

  • Opnað verði á tollfjálsan innflutning matvæla og minnka niðurgreiðslur til landbúnaðar um 2/3, niður í Evrópumeðaltal.  Við getum ekki verndað og styrkt landbúnaðinn mest í heimi á sama tíma og t.d. heilbrigðiskerfið er í voða.
  • Tekinn verði upp traustur gjaldgengur gjaldmiðill, væntanlega Evran með aðild að ESB, til að koma hér á stöðugleika, lækka vexti og stórbæta grundvöll atvinnulífsins til að vaxa og dafna.
  • Vægi einkareksturs í heilbrigðisþjónustu verði aukið til að notendur hafi val, stytta biðlista og bæta laun heilbrigðis starfsmanna.
  • Að bæta húsa- og tækjakost heilbrigðisstofnana, sérstaklega Landspítalans.

Ofangreindar aðgerðir bæta lífskjör til lengri tíma litið um 30 til 40%.  Þótt hvorki læknar né aðrir séu sammála um stefnu í t.d. Evrópumálum getur fólk krafist faglegra vinnubragða og raunhæfra aðgerða sem auka hér hagsæld og jafna lífskjarabilið við aðrar þjóðir þannig að við getum unað hér sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband