Meira lýðræði, betra stjórnarfar - Forsetaræði er það í raun

Þar sem er forsetaræði, þar er meira lýðræði. Ástæðan er sú að þar kýs fólkið til framkvæmdavaldsins þann sem því líkar við með stefnu sem því líkar við. Svo kýs fólkið líka til Alþingis.  Þetta eru tvennar óháðar kosningar og útkoman óháðir aðilar sem deila ríkisvaldinu.  Það er kostur.

Í þingræði sem er hér núna kýs þingið úr sínum hópi ráðherra og ákveður stefnuna, eftir kosningar. Við höfum lítið um það að segja hverjir veljast til forystu og hvaða stefna verður fyrir valinu. Framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið er innbyrðis háð.  Það er hagsmunaárekstur og misvísandi stundum gagnstæðir hagsmunir innan stjórnarflokkar.  Enda gengur þeim ekki vel að höndla vandann, eins og dæmin sanna.

Ef við viljum meira lýðræði þá veljum við þá á Stjórnlagaþing sem vilja forsetaræði, fullan aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds.  Hálfa leiðin sem sumir vilja fara er ekki til neins.

 Forsetaræði er algengara og betra fyrirkomulag en okkar smákónga útgáfa af þingræði, sem hefur ekki reynst vel og mun ekki gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband