Kosningarnar - Af hverju var þátttakan lítil?

Það eru nokkur atriði sem gera þessa litlu þátttöku:

1. Það buðu sig svo margir fram (þröskuldur of lágur) að ljóst var kjósendum að þeir kæmust ekki í gegnum að kynna sér þá vel.  Fólki féllust hendur.

2. Upplýsingar um afstöðu þátttakenda til mála voru ekki nægrar í útgefnu efni.  Mikil vinna og nánast ómögulegt að finna út úr því svo vel væri.

3. Efnislegar umræður í fjölmiðlum, um það sem máli skiptir þegar valið er til stjórnlagaþings, voru litlar.  Meira rætt um formið svo sem blýantana sem voru valdi, talningarkerfið osfrv. 

4. Margir, sérstaklega sjálfstæðismenn sögðu "það er nær að gera eitthvað annað .... þetta er arfa vitlaust."

Því fór sem fór.

Það að fleiri mættu til að fella Icesave sýnir hvers vegna þjóðaratkvæðagreiðslur eiga ekki við um t.d. fjárlög.  Fólk kýs gegn því að þurfa að borga meiri skatta. Það er allt annað að taka afstöðu til álitamála svo sem hvort eigi að aðskilja ríki og kirkju.  Það er heppilegt mál til þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar fleiri mál sem teljast til stjórnarskrármála.

 

Kveðja,

Guðjón

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Sæll Guðjón

Athyglisverðir punktar sem þú nefnir en tel ég það alrangt hjá þér að sjálfstæðismenn hafi verið að reyna að fá fólk ofan af því að kjósa.

Eins og þú veist þá þekki ég það ágætlega. Það voru þónokkrir sjálfstæðismenn í framboði og voru þeir allir og ég þar á meðal að reyna að smala fólki á kjörstað.

Er ég alveg klár á því ef hægt væri að mæla fylgjendur flokka í þessari kosningu þá væru sjálfstæðismenn að halda sínum hlut vel ef ekki hlutfallslega meira heldur en aðrir.

Carl Jóhann Granz, 28.11.2010 kl. 16:10

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Sæll

Það kann að vera.

Ég dæmi þetta aðallega eftir einum eðal sjálfstæðismanni frænda mínum, sem  mér finnst fara ansi oft nálægt megin straumnum hjá flokknum.  Nokkuð sem ég hef ekki tileinkað mér :)

Guðjón Sigurbjartsson, 28.11.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það stemmir allavega ekki við höfuðborgarsvæðið. Þó svo ég heyrði aðeins af þessu í suðurkjördæmi, en þá var það jafnt yfir, ótengt flokkum.

Sjálfur er ég á því að maður eigi alltaf að nýta atkvæðið sitt og gerði ég það í gær.

Carl Jóhann Granz, 28.11.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Síðan var það nú þannig í Icesave kosningunni að ríkisstjórnin reyndi að fá fólk til að mæta ekki. Ágætis mæting samt.

Nú hvetja þau sérstaklega til mætingar og þetta var útkoman þrátt fyrir að stjórnarandstaðan bað ekki um að fólk sæti heima né sagðist ekki ætla að mæta sjálft eins og stjórnin gerði síðast.

Carl Jóhann Granz, 28.11.2010 kl. 17:11

5 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Fólk sem sé lætur ekki segja sér fyrir verkum hvort það mætir eða ekki.   Það er annað sem hefur áhrif.

Gott að þú mættir.  E.t.v. hefur dreifingin verið nokkuð jöfn milli flokka.  Ég var í Smáralindinni stund og stund og sumir strunsuðu snúðugir fram hjá og vildu ekki ræða málin, sögðust ekki ætla að kjósa.  Það var soldið sárt að horfa upp á það fyrir þá sem telja skipta máli að nýta þetta tækifæri til að bæta stjórnarskrána.

Gaman hins vegar að ræða við suma og sérstaklega þá sem voru búnir að spá og spekulera.   Það voru margir og sumir höfuð gríðarlega mikið vita á málunum eins og gengur.  Hámenntaðir lögfærðingar inn á milli.  Þetta var gaman á heildina litið.

Guðjón Sigurbjartsson, 28.11.2010 kl. 17:29

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Já mér finnst hálf sorglegt að fólk skyldi ekki nýta kosningaréttinn sinn.

Það var fullt af fólki í framboði sem vildi engu breyta og er það stefna út af fyrir sig. Síðan hefði alltaf verið hægt að skila auðu.

Allt betra en að sitja heima, hvort sem það heitir stjórnlagaþing eða Icesave.

Carl Jóhann Granz, 28.11.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband