Wikileaks og Íslandið góða

Hversu trúverðugt er það að Ísland verði griðland upplýsinga?Er umgengni okkar íslendinga við sannleikann til fyrirmyndar? Er minna af leyndarmálum í okkar stjórnkerfi en annarra? Tölum við betur um annað fólk en gengur og gerist? Þolir það sem við segjum um fólk af öðru þjóðerni betur dagsljósið en það sem fólk af öðru þjóðerni segir um fólk af öðru þjóðerni?

Eigum við sem þjóð að styðja við þá sem vinna kerfisbundið að því að birta stolnar leynilegar upplýsingar úr stjórnkerfi lýðræðislegra nágrannaþjóða og birta þær á vefnum?

Hvernig væri nú að vinna heimavinnuna, bæta okkar eigin upplýsingamál og umgengni við sannleikann og láta aðrar stærri þjóðir um það sem fylgir því að bæta hið sama á heimsvísu?

Við getum haft nóg að gera við að taka til í eigin ranni eftir hrunið, sem varð meira og skaðlegra en ella vegna slæmrar umgengni okkar fólks í umgengnir við sannleikann, ekki satt?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þess vegna, "meðal annars" væri gott að hafa Wikileaks á Íslandi því að við yrðum að sína fordæmi. Það er allavega mín skoðun á málinu.

Eyjólfur G Svavarsson, 14.12.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

En við myndum bara ekki sýna fordæmi samt. 

Guðjón Sigurbjartsson, 19.12.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband