29.1.2011 | 09:44
Ógild kosning til Stjórnlagaþings - Ástæður og afleiðingar.
Hæstiréttur ógilti kosninguna til Stjórnlagaþings! Enn ein furðu uppákoman! Ætlar þessu aldrei að linna? Ljóst er að rétturinn gat látið duga að finna að því sem aflaga fór en tók þessa afdrifaríku afstöðu. Hvers vegna skyldi það vera?
Að mínu mati eru líklegar skýringar þessar:
1. Þeim finnst ólíklegt að sátt verði um niðurstöðu Stjórnlagaþings af því að Sjálfstæðisflokkur hefur ekki verið jákvæður í undirbúningi.
2. Þeim líst ekki vel á fulltrúana sem völdust til þingsins, telja þá of róttæka.
Ógildingin getur ekki annað en leitt af sér að:
a) Kosið verður aftur. Þeim sem líst ekki á síðustu úrslit gefst færi á að ná vopnum sínum og koma að sínu fólki, t.d. þeir íhaldssömu geta komið fleiri slíkum að.
b) Þeir sem voru kosnir verða skipaðir sem nefnd, sem dregur enn úr vægi þingsins.
c) Hætt verð við.
Fyrsti kosturinn er bestur þó hann kosti fyrirhöfn og fjármuni. Það er von þeirra íhaldssömu að úrslitin verið þeim þá þóknanlegri eða að kosningin fari svo illa út um þúfur að málið ónýtist og ekkert verði úr endurskoðun að þessu sinni.
Endurskoðun stjórnarskrárinnar er mjög mikilvæg fyrir okkur og helst án margra stjórnmálamanna í framboði, takk. Verum brött og efnum til nýrra kosninga og endurbætum umgjörðina þannig að þingið verði örugglega mjög veigamikið og ekki hægt fyrir Alþingi að ganga fram hjá niðurstöðum Stjórnlagaþings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Athugasemdir
Þessar furðu-hugleiðingar þínar, Guðjón um tilfinningalegar ástæður (mótíveringu) Hæstaréttar Íslands fyrir sínum rökstudda úrskurði held ég slái flest met.
"Þeim finnst ólíklegt að sátt verði um niðurstöðu Stjórnlagaþings af því að Sjálfstæðisflokkur hefur ekki verið jákvæður í undirbúningi.
2. Þeim líst ekki vel á fulltrúana ..."
Slíkar hugleiðingar koma kærunum ekkert við og eru bara þínar hugdettur.
Þetta er ekki vönduð færsla hjá þér, í miklum flýti skrifuð, þótt stutt sé.
Það mætti jafnvel halda að þú hafir verið beðinn að koma þessu á framfæri fyrir Samfylkinguna ... Þú veizt nú, að hún er að verða alkunn að óvönduðum aðferðum, svo í borg sem ríki ... (nýjast HÉR! um Icesave).
Ég er þó sammála þér, að fyrsti kosturinn er beztur, blasir raunar við, nema hvað Alþingi þarf að ræða málið upp á nýtt, ræða t.d. kosningakerfið og hezt taka upp nýtt kerfi, gera einnig kröfu um fleiri meðmælendur (lágmark að tvöfalda töluna, þ.e. hafa þá 60–100) og vanda löggjöfina að öllu leyti.
Jón Valur Jensson, 29.1.2011 kl. 10:27
Ertu nú alveg að missa þig frændi. Hvað um skýringuna, það var ekki farið að lögum og þess vegna verður að ógilda kosninguna.
Ef þú keyrir fullur og ert tekinn, missirðu ökuréttindin. Flóknara er það nú ekki.
Sigurbjartur Pálsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:17
Jón Valur
Takk fyrir innleggið.
Gott að við erum sammála um hver eiga að vera næstu skref, þ.e. laga ramman og kjósa aftur. Það hvað Hæstiréttur var að hugsa verður á huldu um tíma, en alla vega, þeir áttu val um að láta kosninguna standa, það má ráða af því sem lögspekingarnir hafa sagt.
Sæll Siggi og takk líka.
Mér sýnist málið ekki svona einfalt af því þeir höfðu val. Sjá færslu Helga Haukssonar við færslur Jóns Magnússonar lögmanns um þetta mál. Hann tilgreinir viðkomandi lagagreinar.
Eigiði góðan dag!
Guðjón Sigurbjartsson, 29.1.2011 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.