Samræður um kosti og galla ýmissa þjóðfélagsmála t.d. ES aðildar

Hvernig eru samræður okkar í þessu landi um mikilvæg mál?  Eru þær gagnlegar og góðar eða eru þær yfirborðslegar og þraskenndar?  Það er sjálfsagt misjafnt en mig grunar að ef við myndum læra og þjálfa okkur í betri samræðuleikni, þá myndi það skipta miklu máli til góðs.  Þarna kemur heimspeki inn í myndina.  Heimspeki er fræðigrein sem að hluta til snýst um samræður og hvernig rökræða má sig fram til niðurstöðu.  Það þarf að kenna heimspeki og samræður meira í grunnskólum.  Það þarf að ástunda gagnlegar samræður í fjölmiðlum, minnka hlut stjórnmálamanna í skotgröfum og auka hlut þeirra sem þekkja til mála og hafa umræðuna undirbúna.  Dæmi um skort á umræðum og samræðum er að í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings, sem ætti að geta orðið mjög mikilvæg samkoma fyrir okkur íslendinga, var meira rætt um hvernig blýantar yrðu notaði í kjörklefunum en um þau málefni stjórnlagaþingið væntanlega þarf að fjalla um.   Það hefði verð ástæða til þess fyrir fjölmiðlana að taka fyrir eitt og eitt mál, dag eftir dag og ræða það nokkuð vandlega.  Þá hefðu kjósendur getað myndað sér skoðanir á því hvað skipti mestu máli og síðan valdið þá frambjóðendur sem voru á þeirri línu. 

Umræðan virðist æði oft fara ofan í hjólför þar sem sömu rökin eru síendurtekin og menn spóla í sama farinu.   Við þurfum að rökræða af opnum hug með réttsýni og sanngirni að leiðarljósi.  Það skiptir okkur öll miklu máli hvernig framtíðin verður í þessu landi og því er það eðlilega þörf okkar að hún verði rökrétt og markviss en ekki vanhugsuð og mislukkuð.  Það er vont fyrir alla ef samræður okkar og fjölmiðlaumræða skilar engu eða litlu og lélegu.  Umræðan þarf að skila góðri réttri niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband