Lekar, njósnir og góða samskipti

Afstaða margra til upplýsingaþjófnaðar a.la. Wikileaks er mismunandi eftir því hvort stolið er frá öðrum t.d. bandaríkjamönnum eða okkur íslendingum.  Hérlendir telja margir allt í lagi að stela upplýsingum af öðrum og vilja hjálpa til við birta þær jafnvel þó þær upplýsingar séu inn á milli lífshættulegar vegna tengingar við  hernaðarátök og stóra hagsmuni.  Hins vegar ef njósnað er um samskipti innan okkar litlu stjórnsýslu þá er það yfirgengilegur glæpur og ber að taka hart á.  Gæti verið að sumir óttist að upp komist um bullið, ruglið og baktjaldamakkið þar sem ýmsir sem ættu að gæta hagsmuna þjóðarinnar láta nú stundum t.d. flokkshagsmuni ganga fyrir ?  Skyldi þó ekki vera.

Er ekki kominn tími til fyrir okkur íslendinga að gæta jafnræðis í samskiptum við aðrar þjóðir?  Ef við viljum að komið sé vel fram við okkur og þá eigum við koma þannig fram við aðra.  Ef við viljum geta átt og rekið fyrirtæki erlendis þá eiga útlendingar að geta gert slíkt hið sama hér.  Ef við viljum geta átt í útgerðum erlendis eiga útlendingar að geta átt í útgerðum hér.   Ef við viljum taka þátt í orkuvinnslu og dreifingu erlendis á slíkt hið sama að gilda í hina áttina.

Jafnræði og gagnkvæm virðing, það er málið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband