4.2.2012 | 08:00
Perlan mín og Perlan þín
Perlan í Öskjuhlíð, er eitt af táknum Reykjavíkur. Hún á að vera í opinberri eigu, annað hvort Reykjavíkurborgar, eða ríksins. Það að Hitaveitan byggði hana á sínum tíma var bara leið til að fjármagna drauminn án þess að setja kostnaðinn beint á borgina. En það er ekki hægt að ætlast til þess að OR kosti reksturinn áfram. Perlan þarf að gegna hlutverki útsýnisstaðar og veitingahúss og auk þess hafa fleiri hlutverk s.s. að bjóða upp á áhugaverðar sýningar, verslun og jafnvel tónleika. Hlutverkið þarf að fá að mótast án þess að útgangspunkturinn sé að staðurinn standi undir sér beint, fjárhagslega, því óbeint er staðurinn það mikils virði fyrir samfélagið allt m.a. sem ferðamannastaður. Góð ábending um þetta í Fréttablaðinu í dag frá Hjörleifi Stefánssyni og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.