Bætum heiminn og byrjum hér heima

LandbúnaðurHugleiðingar um hvernig lækka má útgjöld heimila á Íslandi sem mörg standa illa og hjálpa í leiðinni fólki í neyð t.d. Afríku með því að eiga við það aukin viðskipti.   Það sem hér er sett fram er róttækt og sárt fyrir marga að hugsa til, en mér finnst að það sé skylda okkar að velta fyrir okkur hvernig má bæta úr erfiðu og jafnvel lífshættulegu ástandi hvors annars, nær og fjær.

Mörg íslensk heimili eru í fjárhagsvanda sem ekki er fyrirséð hvernig við náum okkur út úr. Frá hruni hefur kaupmáttur minnkað, verðlag hækkað og afborganir verðtryggðra lána þar með. Margir fara úr landi og aðrir koma ekki til baka úr námi. Markmið okkar Íslendinga er að hafa það álíka gott og fólk í nágrannalöndunum. Til þess þarf verulegan viðsnúning. Hér í norðlægu fámenninu er og verður ýmislegt kostnaðarsamara en hjá fjölmennari nágrannaþjóðum á meginlandi Evrópu. Hvernig getum við tekið á þessu? - Sjávarauðlindin er vel nýtt, þó þar megi enn auka verðmætasköpun. - Orkuauðlindir eru miklar m.v. fólksfjölda. Góðum nýtingarmöguleikum fer þó fækkandi m.a. vegna verndarsjónarmiða. Orkan mun bæta afkomu okkar í framtíðinni en það tekur tíma. Olía kann að finnast en afraksturinn er óljós. - Hátæknifyrirtæki svo sem Össur og Marel eiga erfitt um vik vegna gjaldeyrishaftanna og vinna að því að flytja sig úr landi. Við verðum að losna við höftin og fá alþjóðlegan gjaldmiðil með lægri vöxtum og stöðugleika. - Ferðaþjónustan er vaxtarbroddur. Stutt sumur gera meðalnýtingu heldur lélega en hún fer þó batnandi. - Landbúnaðurinn er lélegasta grunn atvinnugreinin. Óhagkvæmur landbúnaður Landbúnaðinn okkar nýtur innflutningshafta, styrkja og niðurgreiðslna og er mjög óhagkvæmur fyrir þjóðina. Rökin hafa verið að allar þjóðir styrki sinn landbúnað og að hann stuðli að matvælaöryggi. En við stykjum okkar landbúnað hvað mest, sumar þjóðir styrkja hann ekkert. Varðandi matvælaöryggið, þá þurfum við að flytja inn svo margt sem þarf til að halda nútíma landbúnaði gangandi að hið raunverulega matvælaöryggi felst í samgöngum við útlönd og gagnkvæmum viðskiptum. - Um 15 milljarðar af peningum skattgreiðenda fara til landbúnaðarins ár hvert, eða um 20.000 kr. á heimili á mánuði. Það að styrkja grunn atvinnugrein er fráleitt nema til að brúa tímabundið bil svo sem vegna náttúruhamfara. Setja ætti hámark slíkra styrkja við tiltekið hlutfall af veltu í greininni. Fyrir landbúnaðinn væri e.t.v. hægt að réttlæta útgjöld á fjárlögum kringum 1 milljarð í eðlilegu árferði. - Matvælaverð myndi lækka með tollfrjálsum innflutningi. Útgjöld meðalheimilis myndu lækka um nálægt 30.000 kr. á mánuði. - Lægra matvælaverð myndi lækka neysluvísitölu og greiðslur af verðtryggðum lánum meðalheimilis um 30.000 kr. á mánuði skv. lauslegu mati. - Verði landbúnaðurinn sviptur verndinni eru líkur á að hann muni skreppa saman um nálægt helming. Reyndar mun bændum fækka talsvert á næstu árum hvort sem er vegna tækniframfara o.fl.. Fækkun til sveita minnkar þörf á þjónustu á landsbyggðinni sem sparar fé skattborgaranna. Byggðin kallar á vegi, fjarskipti, skóla og aðra þjónustu. Lausaganga búfjár á okkar norðlæga viðkvæma landi eyðir gróðri og leiðir til uppblásturs. Fegurð landsins er minni en ella og auk þess er beinn kostnaður við landgræðslu sem fýkur út um gluggann jafnóðum. Minni útgjöld en ella vegna alls þessa gætu skilað skattalækkun sem næmi um 20.000 kr. á mánuði á heimili. Traustur alþjóðlegur gjaldmiðill myndi auk ofangreinds lækka vexti á lán heimilanna um nálægt 50.000 kr. á mánuði. Stöðugleiki og vaxtalækkun myndi fjölga atvinnutækifærum verulega. Atvinnurekstur, þar með talin bóndabýli, myndu einnig njóta góðs af lægri vöxtum. Samtals myndi ofangreint lækka greiðslubyrði meðalheimilis um 100.000 til 150.000 kr. á mánuði eða allt að 1,8 m.kr. á ári. Þetta gerbreytti fjárhag þeirra 20.000 til 30.000 heimila sem verst hafa það fjárhagslega og myndi fara langt með að koma Íslandi út úr kreppunni. Bætum heiminn og Ísland líka Tölurnar hér á undan eru ekki hárnákvæmar en heildarmyndin er nærri lagi. Tollfrjáls innflutningur á landbúnaðarafurðum og alþjóðlegur gjaldmiðill í stað krónunnar myndu stórbæta hag heimilanna. Um 15 þús. manns, aðallega bændur og starfsfólk úrvinnslugreina, myndu tímabundið þurfa að takast á við breytingar og fjárhagslegar byrðar vegna þessa. Flestir gætu haldið áfram vinnu sinni með aðlögun en hinum þyrftir að koma til aðstoðar með því að skapa ný atvinnutækifæri t.d. við ferðþjónustu o.fl. Breytingarnar ganga yfir á nokkrum árum en hagkvæmara og eðlilegra kerfi myndi nýtast um ókomin ár. 

Afrika hungerLeitast mætti við að kaupa ódýrar landbúnaðarafurðir frá fátækum löndum t.d. Afríku. Aukin atvinna á þeim slóðum skiptir sköpum. Það er siðferðileg skylda okkar sem höfum það mjög gott miðað við þá sem berjast við örbyrgð að gera okkar til að liðka til fyrir þeim. Búum til betri heim og bætum Ísland líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðjón.

Róttækar en flottar hugmyndir. Það er eitthvað meira vit í að nota þær krónur sem spillt stjórnmálastéttin notar til að skreyta sig með í nafni "þróunaraðstoðar" beint og milliliða laust til afríkskra framleiðanda, í stað þess að styrkja ameríska hnetuframleiðendur líkt og vinsælast er um þessar mundir! Hvað alþjóðlega gjaldmiðilinn snertir, þá finnst mér kannski votta fyrir örlitlum evru fnyk hjá þér, svo að væri ekki hinn dollara tengdi ríkisdalur Guðmundar Franklíns ásamt mörgum af hans hugmyndum eitthvað fyrir byltingarsinnaðan róttækling á borð við þig?

Jónatan Karlsson, 12.5.2012 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband