Stjórnarfarið okkar er að stofni til meira en 150 ára. Þá voru engir bílar, fjölmiðlar..

mannfjoldi_94.jpgFyrir meira en 150 árum þegar okkar útgáfa af stjórnarfari, þingræðið, var valið fyrir Danmörk og svo með aðlögun fyrir Ísland, voru engir bílar, engir símar, og lítið um fjölmiðla.  Upplýsingar bárust treglega til alþýðu manna sem hafði því takmarkaðar forsendur til að kjósa um menn og málefni.  Það var því hentugra kjósa fulltrúa til þings og láta það sjá um framhaldið.

Í dag er veröldin mikið breytt.   Forsendur almennings til að taka afstöðu til manna og málefna eru mikið betri en áður var.  Það er því eðlilegt að almenningur komi að fleiri ákvörðunum og ráði beint meiru í eigin málefnum.  Þannig getur almenningur auðveldlega kosið bæði til þingis og til framkvæmdavaldsins, hvort sem það kallast forseti, forsætisráðherra eða ríkisstjóri. 

Það má meira að segja auðveldlega hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök álitamál og persónukjör þó það geri kröfur til þess að fólk setji sig inn í kosti og galla fleiri manna og málefna.  Það er ljóst hvert stefnir.   Löngu tímabært fyrir okkur íslendinga að taka skref fram á við í stjórnarfari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband