25.11.2010 | 13:11
Stjórnarfarið okkar er að stofni til meira en 150 ára. Þá voru engir bílar, fjölmiðlar..
Í dag er veröldin mikið breytt. Forsendur almennings til að taka afstöðu til manna og málefna eru mikið betri en áður var. Það er því eðlilegt að almenningur komi að fleiri ákvörðunum og ráði beint meiru í eigin málefnum. Þannig getur almenningur auðveldlega kosið bæði til þingis og til framkvæmdavaldsins, hvort sem það kallast forseti, forsætisráðherra eða ríkisstjóri.
Það má meira að segja auðveldlega hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök álitamál og persónukjör þó það geri kröfur til þess að fólk setji sig inn í kosti og galla fleiri manna og málefna. Það er ljóst hvert stefnir. Löngu tímabært fyrir okkur íslendinga að taka skref fram á við í stjórnarfari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.